Húsaskjól á neyðarstund

Við erum í samstarfi við samfélag okkar til að bjóða húsnæði í neyðartilvikum, allt frá náttúruhamförum til COVID-19.

Yfir 200.000 manns hafa fundið gistiaðstöðu á neyðartímum frá árinu 2012

Gestgjafar Airbnb bjóða aðstoð um allan heim þegar þörfin er mest. Við kynnum fólkið sem gerir það mögulegt.

Airbnb.org hefur hjálpað 100.000 manns á flótta frá stríðinu að finna gistiaðstöðu.

Hvernig Carmen og samfélag hennar komu saman eftir fellibylinn Maríu.

Við gerum fólki innan samfélagsins kleift að koma saman þegar hamfarir steðja að. Í þjónustu Airbnb.org getur fólk boðið þeim nágrönnum sínum sem neyðast til að yfirgefa heimili sín að gista ókeypis á heimilum sínum.

Kynntu þér hvernig við vinnum með samstarfsaðilum eins og CORE til að styðja við jafnt aðgengi að bóluefni.

Það getur tekið mörg ár fyrir samfélag að jafna sig að fullu eftir miklar hamfarir. Airbnb.org hjálpar til við að fjármagna gistingu hjálparstarfsfólks sem vinnur mikilvægt starf við að byggja aftur upp samfélög.

Að skapa heim sem á rætur að rekja til samkenndar: loforð Airbnb.org

Í dag kynnum við ný loforð í tengslum við fjölbreytni, jafnræði og samkennd sem byggja á 8 ára lærdómi og reynslu.

Við hjálpum öðrum góðgerðasamtökum að hafa varanleg áhrif.

Kynnstu nokkrum samstarfsaðilum sem hjálpuðu til við mótun Airbnb.org.
IMC veitir neyðarlæknisþjónustu, og aðra tengda stoðþjónustu, fyrir fólk sem á um bágt að binda vegna hamfara og þjálfar fólk til sjálfsbjargar í stað þess að þurfa að reiða sig á hjálparstarf.
IRC bregst við verstu mannlegu hörmungum heims og hjálpar fólki sem missir lífsviðurværi sitt vegna átaka og hamfara að lifa af, jafna sig og ná stjórn á framtíð sinni.
HIAS eru alþjóðleg gyðingasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sem veita flóttamönnum, hælisleitendum og öðru fólki sem á ekki í önnur hús að venda um allan heim vernd og aðstoð.
Build Change eru samtök sem starfa við að koma í veg fyrir hamfarir og byggja upp og hanna viðráðanlegar húsnæðislausnir með samfélögum á hverjum stað.
CORE leiðir viðbúnað, viðbragð og enduruppbyggingu vegna hamfara í samfélögum sem verða fyrir áhrifum eða eru viðkvæm fyrir neyðartilvikum.
IFRC er stærsti vettvangur mannúðssamtaka í heimi og samanstendur af 192 deildum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem vinna að því að bjarga lífi fólk og tryggja því mannlega reisn um allan heim.
Kennimerki Airbnb.org
Kennimerki Mercy Corps

Við getum endurbyggt saman.

Í ágúst 2018 skullu margir jarðskjálftar á indónesísku eyjuna Lombok. Hjálparstarfsmenn frá Mercy Corps voru sendir af stað til að sinna enduruppbyggingu á svæðinu og fundu samfélag og þægilegan gististað.