Áhrifarík þrjú ár
Fyrsta áhrifaskýrslan okkar endurspeglar mátt samfélagsins á neyðartímum.
Markmið Airbnb.org er að virkja mátt heimagistingar á neyðartímum, ásamt þeim úrræðum og stuðningi sem henni fylgir.
Þetta er samfélagið okkar
Þökk sé alþjóðasamfélagi gestgjafa, styrktaraðilum og samstarfsaðilum, gat Airbnb.org veitt yfir 140.000 manns tímabundið húsnæði.
Hvernig Carmen og samfélag hennar komu saman eftir fellibylinn Maríu.
Við gerum fólki innan samfélagsins kleift að koma saman þegar hamfarir steðja að. Í þjónustu Airbnb.org getur fólk boðið þeim nágrönnum sínum sem neyðast til að yfirgefa heimili sín að gista ókeypis á heimilum sínum.
Airbnb.org hefur hjálpað meira en 135.000 manns á flótta frá stríðinu að finna gistiaðstöðu.
Það getur tekið mörg ár fyrir samfélag að jafna sig að fullu eftir miklar hamfarir. Airbnb.org hjálpar til við að fjármagna gistingu hjálparstarfsfólks sem vinnur mikilvægt starf við að byggja aftur upp samfélög.
Að skapa heim sem allir tilheyra
Airbnb.org sér fyrir sér heim þar sem allir geta fundið sér hlýlega gistiaðstöðu á neyðartímum. Til að gera þessa hugsýn að veruleika hefur Airbnb.org einsett sér að framfylgja skuldbindingum varðandi fjölbreytni, jafnrétti, samkennd og aðgengi.