Brugðist við á neyðarstund
  • Tekið á móti flóttafólki

    Yfir 210.000 flóttamenn og hælisleitendur hafa fengið tímabundið húsnæði án endurgjalds í gegnum Airbnb.org.

Markmið Airbnb.org er að virkja mátt heimagistingar á neyðartímum, ásamt þeim úrræðum og stuðningi sem henni fylgir.

Yfir 220.000 manns hafa fengið neyðargistingu í meira en 1,4 milljón gistinætur að kostnaðarlausu síðan við hófum starf okkar árið 2020.

Þetta er samfélagið okkar

Kjarni málstaðs okkar eru gestgjafar og gestir Airbnb.org.

Borgarastríð eyðilagði allt sem þau höfðu byggt sér upp. Nú hefja þau líf sitt á ný, langt frá heimaslóðunum, með aðstoð nýja samfélagsins.

Þökk sé alþjóðasamfélagi gestgjafa, styrktaraðilum og samstarfsaðilum, gat Airbnb.org veitt yfir 140.000 manns tímabundið húsnæði.

Hvernig Carmen og samfélag hennar komu saman eftir fellibylinn Maríu.

Airbnb.org hefur hjálpað meira en 135.000 manns á flótta frá stríðinu að finna gistiaðstöðu.

Það getur tekið mörg ár fyrir samfélag að jafna sig að fullu eftir miklar hamfarir. Airbnb.org hjálpar til við að fjármagna gistingu hjálparstarfsfólks sem vinnur mikilvægt starf við að byggja aftur upp samfélög.

Að skapa heim sem allir tilheyra

Airbnb.org sér fyrir sér heim þar sem allir geta fundið sér hlýlega gistiaðstöðu á neyðartímum. Til að gera þessa hugsýn að veruleika hefur Airbnb.org einsett sér að framfylgja skuldbindingum varðandi fjölbreytni, jafnrétti, samkennd og aðgengi.

Við hjálpum öðrum góðgerðasamtökum að hafa varanleg áhrif.

Kynnstu nokkrum samstarfsaðilum sem hjálpuðu til við mótun Airbnb.org.
IRC bregst við verstu mannlegu hörmungum heims og hjálpar fólki sem missir lífsviðurværi sitt vegna átaka og hamfara að lifa af, jafna sig og ná stjórn á framtíð sinni.
Build Change eru samtök sem starfa við að koma í veg fyrir hamfarir og byggja upp og hanna viðráðanlegar húsnæðislausnir með samfélögum á hverjum stað.
HIAS eru alþjóðleg gyðingasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sem veita flóttamönnum, hælisleitendum og öðru fólki sem á ekki í önnur hús að venda um allan heim vernd og aðstoð.
Samtökin Community Sponsorship Hub skapa tækifæri fyrir samfélagshópa vítt og breitt um Bandaríkin til að taka á móti flóttafólki og fólki á vergangi.