Roie og Jelly mynda ævilanga vináttu í kjölfar skógarelda


Roie flutti frá Filippseyjum til Jasper í Kanada til að vinna og búa með fjölskyldu systur sinnar. Hún tengdist strax samfélaginu á staðnum og var viss um að hér vildi hún búa.
Í júlí 2024 varð þessi heillandi fjallabær fyrir miklu tjóni í skógareldum. Meira en 25.000 manns neyddust til að flýja og 30% bygginga í Jasper eyðilögðust — þar á meðal heimili Roie og systur hennar.
Roie vissi ekki hvert hún ætti að snúa sér án öruggs húsaskjóls. Það var þá sem hún frétti af neyðarhúsnæði í gegnum Airbnb.org.
Roie gat bókað gistingu að kostnaðarlausu hjá Airbnb.org og fékk inni hjá ofurgestgjafanum Jelly sem hefur búið í Jasper í 40 ár. „Þetta var mér mikil hjálp,“ sagði Roie. „Þarna fékk ég möguleika á nýju upphafi.“„Það hafði græðandi áhrif á sálarlífið.“

Roie dvaldi á heimili Jelly í heilan mánuð þar sem hún fann ró og gat komið betri mynd á framtíðaráform sín um að búa áfram í Jasper. „Ég gat eldað sjálf, slappað af, fengið mér kaffi við gluggann og séð lestirnar keyra fram hjá,“ sagði hún. „Það hafði græðandi áhrif á sálarlífið.“

Roie var meðal sjö gesta sem Jelly tók á móti í gegnum Airbnb.org og þær urðu góðar vinkonur. Í dag eru Roie og systir hennar að endurbyggja heimili sitt og hlakka til að takast á við nýtt upphaf í Jasper.
Leggðu þitt af mörkum
Vertu hluti af alþjóðasamfélagi sem veitir athvarf á neyðarstundu.
Frekari upplýsingarHver dvöl hefur sína sögu
Kynnstu fólkinu sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þau sem hjálpuðu til.