Markmið okkar er að virkja kosti heimagistingar, og þau úrræði og þann stuðning sem henni fylgir, til góðs þegar neyðin kreppir að.
Í meira en 8 ár hefur Airbnb hjálpað fólki í neyðartilvikum í gegnum framtaksverkefni opinna heimila. Airbnb.org er næsti kaflinn. Við erum 501(c)(3)-stofnun, sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, með okkar eigið markmið og stjórn.

Hvernig við byrjuðum.

2012
Október

Hugmyndin kom frá gestgjafa

New York varð fyrir fellibylnum Sandy, sem var einn versti fellibylur sögunnar. Shell, gestgjafi á Airbnb í Brooklyn, hafði samband við Airbnb og spurði hvort hún gæti boðið fólki, sem neyðist til að yfirgefa heimili sín, eign sína án endurgjalds. Starfsfólk Airbnb lagði hart að sér til að bjóða brottfluttum þessa þjónustu fljótt og á litlum tíma opnuðu meira en 1.000 gestgjafar heimili sín fyrir bágstöddum.

Kona með krullað hár stendur í eldhúsi. Hún brosir og er í litríkri svuntu.
Loftmynd af húsum sem skemmdust eftir fellibylinn Sandy
2013
Júní

Airbnb gerir fleiri gestgjöfum kleift að aðstoða

Airbnb kynnir viðbragðstól vegna hamfara sem gerir gestgjöfum um allan heim kleift að bjóða heimili sín án endurgjalds á neyðartímum.

2015
Apríl – maí

Gestgjafar um allan heim opna dyrnar sínar fyrir hjálparstarfsfólki

Airbnb fer af stað vegna jarðskjálftans í Nepal og gestgjafar taka á móti fyrsta hópi hjálparstarfsfólks með sjálfboðaliðum frá All Hands and Hearts.

Maí – september

Airbnb vinnur með góðgerðasamtökum til að skilja hvernig hægt er að bjóða aðstoð

Stofnað var til samstarfs við Federal Emergency Management Agency (FEMA) til að dreifa hjálpargögnum um viðbrögð vegna neyðarástands til gestgjafa og gesta. Á Grikklandi og á Balkanskaga fór Airbnb að starfa með Mercy Corps og International Rescue Committee til að útvega húsnæði fyrir hjálparstarfsfólk í framlínu flóttamannaástandsins í Sýrlandi.

Airbnb byrjar einnig að bjóða húsnæðisstyrki til yfir 15 samtaka sem þurfa húsnæði fyrir skjólstæðinga sína eða starfsfólk, þar á meðal Service Year Alliance, Make-a-Wish og Summer Search.

2016
Júní

Samfélag gestgjafa bregst við skotárásinni í næturklúbbnum Pulse

Að beiðni staðaryfirvalda tóku Airbnb, Uber og JetBlue höndum saman um að útvega húsnæði, flugsamgöngur og landflutninga fyrir fjölskyldur sem báru að vegna jarðarfara eða til að heimsækja ástvini sína á sjúkrahúsinu. Þetta var í fyrsta sinn sem samfélag gestgjafa bauðst til að taka á móti fólki sem átti um bágt að binda vegna skotárásar.

September

Hvíta húsið boðar til aðgerða til að virkja einkageirann vegna alþjóðlega flóttamannaástandsins. Airbnb svarar því. Joe Gebbia, meðstofnandi Airbnb, var einn af tuttugu stjórnendum sem Obama forseti bauð til að skuldbinda sig til að takast á við flóttamannaástandið.

Nóvember

Airbnb hefur samstarfi við Make-a-Wish með það að markmiði að hýsa eina óskafjölskyldu á hverjum degi árið 2017.

2017
Janúar

Airbnb skuldbindur sig í garð International Rescue Committee

Í kjölfar forsetatilskipunar í Bandaríkjunum um að stöðva móttöku allra flóttamanna og banna tímabundið fólk frá sjö löndum með meirihluta múslima skuldbindur Airbnb sig til að bjóða húsnæði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum af banninu. Airbnb lofar einnig að leggja fram 4 milljónir Bandaríkjadala á fjórum árum til International Rescue Committee til að styðja við húsnæðisþörf fólks sem hrakist hefur að heiman.

Júní

Airbnb kynnir opinberlega opin heimili

Airbnb tilkynnir á alþjóðlega flóttamannadeginum að félagið muni tvíefla framtak sitt í húsnæðismálum með opnum heimilum. Með framtakinu hefur samfélagi gestgjafa verið gert kleift að bjóða gistingu fólki sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir eða átök.

Ágúst – september

Samfélagið hefur hingað til hjálpað yfir 20.000 einstaklingum

Samfélag opinna heimila bregst við ferns konar hamförum samtímis. Gistisamfélagið stendur í sínu stærsta verkefni vegna fellibylsins Harvey. Á aðeins einum mánuði hjálpuðu gestgjafar yfir 2.000 einstaklingum sem höfðu þurft að yfirgefa heimili sín í þremur ríkjum. Á sama tíma opnuðu gestgjafar heimili sín fyrir þeim sem urðu fyrir fellibylnum Irma, fellibylnum Mariu og jarðskjálftanum í Mexíkóborg.

2018
September

Airbnb kynnir framtaksverkefni sem snýr að sjúkragistingu

Á Biden Cancer-ráðstefnunni kynnir Airbnb framtaksverkefni sem snýr að sjúkragistingu í samstarfi við Hospitality Homes, Fisher House og Make-A-Wish. Í gegnum verkefnið gat samfélag opinna heimila boðið ókeypis gistiaðstöðu fyrir þá sem ferðast langar leiðir vegna læknismeðferðar.

Nóvember

Gestgjafar bregðast við tveimur skógareldum í Kaliforníu

Eftir gróðureldana í Camp og Woolsey í Kaliforníu opnuðu yfir 2.500 gestgjafar dyr sínar og yfir 2.300 manns fundu gistiaðstöðu.

2019
Maí

Airbnb gerir gestgjöfum kleift að styrkja opin heimili

Gestgjafar vildu fá fleiri leiðir til að taka þátt í opnum heimilum. Til að bregðast við þessu kynnir Airbnb verkvang fyrir styrki sem gerir gestgjöfum kleift að gefa hluta af tekjum sínum til góðgerðasamtaka sem Airbnb starfar með til að fjármagna gistingu fyrir þá sem þurfa á henni að halda.

2020
Janúar

Gestgjafar bjóða rúmlega 1.000 einstaklingum gistingu sem hafa þurft að líða fyrir gróðureldanna í Ástralíu í New South Wales og Victoria. Þetta er stærsta alþjóðlega virkjun opinna heimila hingað til.

Mars

Samfélag gestgjafa bregst við heimsfaraldri COVID-19

Airbnb kynnir leið fyrir gestgjafa til að bjóða heilbrigðisstarfsfólki og fyrstu viðbragðsaðilum í framlínunni gegn heimsfaraldrinum húsnæði.

Apríl

Airbnb stækkar styrktarverkvang sinn svo að allir geti styrkt góðgerðasamtök sem hjálpa starfsfólki sem vinnur í framlínunni að finna gistiaðstöðu.

Desember

Airbnb kynnir Airbnb.org

Airbnb stofnar Airbnb.org og fagnar öllu því mikilvæga starfi sem gestgjafar og samstarfsaðilar sinna í gegnum opin heimili. Sem sjálfstæð góðgerðasamtök mun Airbnb.org leggja áherslu á að hjálpa fólki að deila húsnæði og úrræðum með hvert öðru þegar neyðarástand stendur yfir.

2021
Apríl

Fjölbreytni, jafnræði og samkennd eru í fyrirrúmi

Airbnb.org kynnir opinberlega ný loforð í tengslum við fjölbreytni, jafnræði og samkennd til að skapa heim sem byggir á samkennd.

Ágúst

Airbnb.org tekur vel á móti afgönsku flóttafólki

Airbnb.org skuldbindur sig til að útvega 20.000 afgönskum flóttamönnum tímabundið húsnæði um víðan heim. Fjármögnunin kemur frá stórum styrktaraðilum og frá Airbnb. Airbnb.org vinnur náið með samtökum sem hjálpa fólki að koma sér fyrir á nýjum stað og samstarfsaðilum til að bregðast við aðstæðum sem breytast hratt.

Desember

Airbnb.org nær þeim stóra áfanga að hýsa 100.000 gesti

Árið 2017 setti teymið sem varð síðar að Airbnb.org sér það djarfa markmið að útvega 100.000 gestum skammtímahúsnæði þegar neyðin steðjar að. Í desember 2021 fór Airbnb.org fram úr markmiðinu.

2022
Febrúar

20.000 afganskir flóttamenn fá tímabundið húsnæði án endurgjalds

Sex mánuðum eftir að hafa tilkynnt um skuldbindingu sína til að bjóða afgönskum nýbúum tímabundið húsnæði án endurgjalds, hefur Airbnb.org uppfyllt markmið sitt um að bjóða 20.000 flóttamönnum gistingu. Þökk sé örlæti gestgjafa sem lögðu sitt af mörkum með því að deila heimilum sínum án endurgjalds eða með afslætti, getur Airbnb.org útvegað húsnæði fyrir 1.300 afganska nýbúa til viðbótar.
September

Airbnb.org hjálpar 100.000 flóttamönnum frá Úkraínu að finna gistingu

Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022 hafa meira en sex milljónir flúið landið. Þann mánuðinn skuldbatt Airbnb.org sig til að finna tímabundið húsnæði fyrir 100.000 þeirra og meira en 40 samtök hafa lagt okkur lið í þessu átaki. Þökk sé alþjóðlegum stuðningi frá gestgjöfum og styrktaraðilum hefur Airbnb.org náð markmiði sínu á hálfu ári og samtökin hafa einsett sér að útvega áfram gistingu fyrir flóttafólk frá Úkraínu.
Maður í blárri skyrtu heldur á kaffibolla úti á svölum og horfir í átt að sjóndeildarhringnum.
Maður í blárri skyrtu krýpur við hliðina á reiðhjóli og opnar U-laga lás.
2023
Febrúar

Airbnb.org bregst við jarðskjálftum í Tyrklandi og Sýrlandi

Í kjölfar tveggja jarðskjálfta á Tyrklandi og Sýrlandi sem mældust yfir 7 stig á Richter-kvarða, útvegar Airbnb.org meira en 1.600 eftirlifendum gistiaðstöðu án endurgjalds, þar á meðal hjálparstarfsfólki og viðbragðsaðilum sem misstu heimili sín, ásamt sýrlensku flóttafólki sem hafði komið sér fyrir í suðurhluta Tyrklands eftir að hafa flúið stríð í heimalandi sínu.
Tvær manneskjur sitja á sófa og halla sér að hvor annarri. Sólarljósið skín í gegnum þunn gluggatjöld fyrir aftan þau.
Maður, kona og barn lesa saman á sófa. Barnið borðar appelsínugult grænmeti á meðan það lítur upp til konunnar.
Júní

Airbnb.org kynnir nýtt styrktarátak

Airbnb.org stendur fyrir tveggja milljóna Bandaríkjadala styrktarátaki til að styðja við flóttamenn og hælisleitendur sem eru að koma sér upp nýju lífi í Bandaríkjunum.
Ágúst

Yfir 1.800 manns sem eiga um sárt að binda eftir skógareldana í Maui fá neyðargistingu

Í kjölfar skógarelda sem gjöreyðilögðu Lahaina og hluta af Upcountry í Maui hefur Airbnb.org stofnað til samstarfs við þekkt samtök og mannauðsskrifstofu Hawaii-ríkis í því skyni að útvega meira en 1.800 manns neyðargistingu að kostnaðarlausu.
Fólk helst í hendur og myndar hring þar sem það stendur við sjávarborðið á strönd.
Brosandi kona stígur húla-dans undir ljósaseríum. Fjölskylda situr fyrir aftan hana við nestisborð og borðar kvöldmat.

Þetta er stjórnin okkar.

Jennifer Bond

„Airbnb hefur sannað kraft þess að tengja fólk saman og taka á móti ókunnugu fólki. Airbnb.org stefnir að því að nota þennan kraft til að breyta lífi og heimi okkar. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessu ferðalagi.“

Jay Carney

„Airbnb.org er öflugt dæmi um hvernig tæknin getur verið afl til góðs. Það er mér heiður að taka þátt í viðleitni Airbnb.org til að styðja við samfélög í neyð með því að útvega fólki tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu á meðan það endurbyggir líf sitt og kemur sér fyrir á nýjum stað.“

Joe Gebbia

„Það er mér mikil hvatning að ein skilaboð frá gestgjafa hafi orðið að hundrað þúsund manna hreyfingu sem opnar heimili sín fyrir samfélagsmeðlimum. Þessi vinna skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr við neyðarástand eins og gengur nú yfir.“

Sharyanne McSwain

„Húsnæði er ein af grunnþörfum manna og með þjónustu sinni útvegar teymið á Airbnb.org húsnæði þegar þörfin er mest.“

Catherine Powell

„Áhrifin hafa ekki látið á sér standa þar sem Airbnb.org hefur unnið náið með gestgjöfum sínum og samstarfsaðilum, en nýlega stóð það fyrir umfangsmestu neyðarviðbrögðum samtakanna til þessa. Það er mér heiður að auka þátttöku mína í starfi Airbnb.org sem stjórnarmeðlimur.“

Rich Serino

„Ég hef séð þörfina fyrir skammtímahúsnæði í kjölfar hamfara eða neyðarástands með eigin augun. Airbnb.org hefur og mun halda áfram að bjarga og skipta sköpum í lífi fólks með því að útvega skammtímahúsnæði.“

Jocelyn Wyatt

„Ég var spennt að ganga til liðs við stjórn Airbnb.org vegna þeirra mikilvægu áhrifa sem ég tel að við getum haft með því að bjóða fólki sem á um bágt að binda húsnæði og úrræði.“

Hvernig við vinnum.

Samstarf við góðgerðasamtök

Airbnb.org veitir styrki til góðgerðasamtaka sem útvega fólki tímabundið húsnæði, úrræði og sérhæfða aðstoð í neyðartilvikum. Við veitum einnig aðgang að húsnæði án endurgjalds og með afslætti sem samfélag Airbnb býður upp á.

Fjárfesting í jafnræði

Við trúum á að nýta krafta okkar og úrræði til að stuðla að réttlátari heimi. Airbnb.org fjárfestir í samtökum með stefnur og þjónustu sem samræmast tilgangi okkar um að auka samfélagslegt jafnræði.

Að skilja áhrif okkar

Við stefnum að því að kortleggja áhrif fjármögnunar okkar og húsnæðisþjónustu til að bæta sálfélagslega vellíðan, draga úr fjárhagslegri byrði og styrkja samfélag og samkennd fyrir gesti.

Samstarf og styrkir

Airbnb.org samþykkir ekki beiðnir um styrk að svo stöddu. Við munum deila upplýsingum um næstu styrki sem við úthlutum beint með gjaldgengum góðgerðasamtökum.

Hvernig við vinnum með Airbnb, Inc.

Airbnb.org er óháð 501(c)(3)-stofnun sem þiggur styrki frá almenningi og er ekki rekin í hagnaðarskyni. Airbnb.org nýtir tækni Airbnb, Inc., þjónustu og önnur úrræði að kostnaðarlausu til að sinna góðgerðastarfi Airbnb.org. Airbnb.org er aðskilið Airbnb, Inc. og félögin eru óháð. Airbnb, Inc. innheimtir ekki þjónustugjöld þegar Airbnb.org styrkir gistingu á verkvangi fyrirtækisins.

Þjónusta opinna heimila var stofnuð af Airbnb og var innblásin af örlæti gestgjafa á Airbnb til að hjálpa fólki í neyð að finna tímabundið húsnæði. Verið er að færa þjónustu opinna heimila undir Airbnb.org og Airbnb.org mun byggja á þeim árangri sem hefur náðst í samræmi við góðgerðastarf og tilgang Airbnb.org.