Gefðu fólki í neyð kostnaðarlausa gistinótt.

Þegar hamfarir eiga sér stað kostar ein gistinótt fyrir fjölskyldu í neyð USD 110. Airbnb mun jafna styrktarframlög til og með 31. desember.
Gefa styrk

Við teljum að neyðargisting ætti að vera inni á heimili, ekki í skýli.

Kostnaðarlaus gisting í kjölfar hamfara gefur fólki, börnum og meira að segja gæludýrum öryggi, reisn og möguleikann á að komast aftur yfir í venjur hversdagsins.

Árangur um allan heim.

Við látum gott af okkur leiða í samvinnu við gestgjafa og styrktaraðila.
1,6 m.

ókeypis gistinætur

250 þ.

manns hafa fengið skjólshús

135

studd lönd

Styrkir fara eingöngu í fjármögnun á húsnæði. Ekkert annað.

Rekstrarform okkar er engu öðru líkt. Airbnb stendur straum af rekstrarkostnaði og því renna öll styrktarframlög frá almenningi óskipt til fjármögnunar á kostnaðarlausri neyðargistingu.
Fjölskylda stendur fyrir utan gistiaðstöðu sína af airbnb.org

Leggja mitt af mörkum

Airbnb.org tekur við tvennskonar styrkjum sem nýtast við að útvega neyðarhúsnæði að kostnaðarlausu.
Kona býr um rúmið í hreinu, sólbjörtu svefnherbergi með fjögurra pósta rúmi og viðarkistu við enda rúmsins.

Gefðu styrk

Gefðu stakan styrk eða mánaðarlegt framlag sem Airbnb.org getur notað til að fjármagna neyðarhúsnæði.
Maður í appelsínugulri peysu og kona í gráum kjól standa brosandi í dyragátt húss og halla sér hvort að öðru.

Bjóddu gistingu

Ef þú ert gestgjafi á Airbnb getur þú valið að bjóða eign þína á Airbnb með afslætti fyrir fólk sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir eða minni krísu.

Hver dvöl hefur sína sögu

Lestu um fólk sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og fólkið sem bauð fram hjálp.