Hjálparstarf í kjölfar skógarelda í Los Angeles
Við höfum hýst meira en 22.000 manns sem eiga um sárt að binda vegna skógareldanna og munum halda áfram að veita aðstoð.
Hjálparstarf í kjölfar skógarelda í Los Angeles
Við höfum hýst meira en 22.000 manns sem eiga um sárt að binda vegna skógareldanna og munum halda áfram að veita aðstoð.

Skógareldarnir sem hófust 7. janúar 2025 í Los Angeles kostuðu 29 mannslíf og meira en 200.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Eldarnir eyðilögðu meira en 12.000 mannvirki og lögðu heilu hverfin í rúst.
Viðvarandi aðstoð


Veittu húsaskjól
Skráðu eignina þína með afslætti fyrir fólk í neyð.
Það sem við höfum látið af okkur leiða
Um leið og skógareldarnir hófust hóf Airbnb.org samstarf við góðgerðasamtökin 211 LA til að bjóða fólki sem á um sárt að binda neyðarhúsnæði að kostnaðarlausu. Við hýstum fyrsta gestinn innan sólarhrings og höfum útvegað meira en 22.000 manns neyðarhúsnæði.
Kortagögn frá 9. janúar til 2. mars 2025
Fólk vildi halda sig nærri heimilum sínum og bókaði gistingu í grennd við þau til að raska ekki skólastarfi barnanna, vera nálægt vinnunni og halda tengslum við hverfið.
22.000
Gestir sem hafa fengið gistingu
2.300
Gæludýr sem hafa fengið húsaskjól
1.000
Viðbragðsaðilar sem hafa fengið gistingu
Frásagnir gestgjafa og gesta
Nú þegar uppbyggingarstarfið er hafið, halda samfélög á staðnum áfram að sýna hvert öðru stuðning.
Algengar spurningar
Hvernig get ég nýtt mér neyðargistingu Airbnb.org?
Hver getur bókað gistingu í gegnum Airbnb.org?
Fólk sem hefur orðið fyrir áhrifum af skógareldunum í Los Angeles gæti átt rétt á að bóka neyðargistingu í gegnum Airbnb.org. Þar á meðal er fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín og hjálparstarfsmenn sem veita opinbera aðstoð. Airbnb.org vinnur með opinberum stofnunum og góðgerðasamtökum til að ákvarða gjaldgengi. Frekari upplýsingar
Get ég boðið heimili mitt á fullu verði á Airbnb fyrir gesti og einnig boðið það án endurgjalds eða með afslætti þegar neyðin brestur á í gegnum Airbnb.org?
Já. Þú verður með eitt og sama dagatalið þannig að gestir geti ekki tvíbókað eignina.
Hvernig veit ég að bókunin kom frá Airbnb.org?
Þegar bókunarbeiðni fyrir neyðargistingu berst í gegnum Airbnb.org eru gestgjafar látnir vita í bókunarferlinu.
Hvað gerist þegar dvöl gests lýkur?
Gestir Airbnb.org bera ábyrgð á að útrita sig á umsömdum tíma eins og fram kemur í bókuninni. Fari útritun ekki fram á tilskyldum tíma mun sérstakt teymi sérþjálfaðra þjónustufulltrúa Airbnb vinna með gestinum að því að útrita sig.
Ég er ekki gestgjafi á Airbnb en ég vil bjóða heimili mitt í kjölfar náttúruhamfara. Hvernig get ég borið mig að?
Þú getur nýskráð þig til að taka aðeins á móti gestum í gegnum Airbnb.org, sem þýðir að þú munt eingöngu taka á móti gestum sem þurfa á neyðargistingu að halda og þú býður eignina að kostnaðarlausu. Gestir geta ekki bókað eign þína nema í neyðartilvikum.
Frekari upplýsingar um svör okkar
Kynnstu fólkinu sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þau sem hjálpuðu til.