
Viðbrögð okkar
Airbnb.org hefur stofnað til samstarfs við samtök á borð við All Hands & Hearts, Church World Services, Haiti Air Ambulance, Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM), Project HOPE, Team Rubicon og fleiri til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda vegna fellibylsins Melissu og veita viðbragðsaðilum vítt og breitt um Karíbahafið gistiaðstöðu.Á Jamaíku vinnur Airbnb.org beint með IOM og opinberum aðilum við að útvega kostnaðarlaust neyðarhúsnæði fyrir ómissandi vinnuafl og fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna óveðursins.
Hvernig hægt er að hjálpa

Algengar spurningar
Hvernig get ég nýtt mér neyðargistingu Airbnb.org?
Eins og stendur tekur Airbnb.org ekki við beinum umsóknum frá fólki sem leitar eftir neyðaraðstoð. Þess í stað mun Airbnb.org vinna með opinberum stofnunum og góðgerðasamtökum á staðnum til að finna fólk sem þarf á neyðargistingu að halda. Frekari upplýsingar
Hverjir eiga rétt á að bóka gistingu í gegnum Airbnb.org?
Fólk sem hefur orðið fyrir áhrifum af fellibylnum Melissu gæti átt rétt á að bóka neyðargistingu í gegnum Airbnb.org. Þar á meðal er fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín og hjálparstarfsmenn sem vinna við neyðarstörf. Airbnb.org ákvarðar gjaldgengi í samstarfi við opinbera aðila og góðgerðasamtök. Frekari upplýsingar
Get ég boðið heimili mitt á fullu verði á Airbnb fyrir gesti og einnig boðið það án endurgjalds eða með afslætti á neyðartímum í gegnum Airbnb.org?
Já. Þú verður með eitt og sama dagatalið þannig að gestir geti ekki tvíbókað eignina.
Hvernig veit ég hvort bókunin komi frá Airbnb.org?
Þegar bókunarbeiðni fyrir neyðargistingu berst í gegnum Airbnb.org eru gestgjafar látnir vita í bókunarferlinu.
Hvað gerist þegar dvöl gests lýkur?
Gestir Airbnb.org bera ábyrgð á að útrita sig á umsömdum tíma eins og fram kemur í bókuninni. Fari útritun ekki fram á tilskyldum tíma mun sérstakt teymi sérþjálfaðra þjónustufulltrúa Airbnb vinna með gestinum að því að útrita sig.
Ég er ekki gestgjafi á Airbnb en ég vil bjóða heimili mitt í kjölfar náttúruhamfara. Hvernig get ég borið mig að?
Þú getur nýskráð þig til að taka aðeins á móti gestum í gegnum Airbnb.org, sem þýðir að þú munt eingöngu taka á móti gestum sem þurfa á neyðargistingu að halda og býður eignina að kostnaðarlausu. Gestir geta ekki bókað eign þína nema í neyðartilvikum.
Hverjum nýtist styrkurinn frá mér?
Styrkur þinn til Airbnb.org er nýttur til að greiða fyrir neyðarhúsnæði handa fjölskyldum og viðbragðsaðilum sem þurfa á gistingu að halda vegna fellibylsins Melissu og annarra hamfara.Öll styrktarframlög renna óskipt til fjármögnunar á neyðarhúsnæði fyrir fólk sem þarf á því að halda — ekki í rekstrarkostnað. Airbnb stendur straum af öllum rekstrarkostnaði Airbnb.org. Airbnb.org eru óháð samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, af tegundinni 501(c)(3).
Frekari upplýsingar um svör okkar
Kynnstu fólki sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þeim sem réttu fram hjálparhönd.




