Desember 2022

Að skapa heim sem allir tilheyra

Myndskreyting: Helen Li

Markmið Airbnb.org er að virkja mátt heimagistingar ásamt þeim úrræðum og stuðningi sem henni fylgir þegar þörf er á. Það hafa þó ekki allir jafnan aðgang að þessum úrræðum. Þess vegna höfum við gert fjölbreytni, jafnrétti, samkennd og aðgengi að miðpunkti daglegs starfs okkar.

Kjarni skuldbindingar okkar til fjölbreytni, jafnréttis, samkenndar og aðgengis

Í apríl 2021 tilkynnti Airbnb.org um þrjár helstu skuldbindingar sínar varðandi fjölbreytni, jafnrétti og samkennd. Þessar skuldbindingar móta samband okkar við gesti og gestgjafa, samstarf okkar við góðgerðasamtök og opinberar stofnanir ásamt starfsfólki okkar hjá Airbnb.org.

Sem samtök höfum við skuldbundið okkur til að:

  1. Beina þjónustu okkar og starfi að fólki úr jaðarsettum samfélagshópum sem hafa í gegnum tíðina haft skertan aðgang að úrræðum vegna félagslegrar, menningarlegrar, fjárhagslegrar og pólítískrar kúgunar.
  2. Vinna að því að tryggja að gæði þjónustu og gistingar séu þau sömu fyrir alla gesti Airbnb.org.
  3. Byggja upp fjölbreytt teymi starfsfólks sem einkennist af samkennd. Til að byrja með ætlum við að ná því marki að minnst 33% starfsfólks okkar í Bandaríkjunum sé úr minnihlutahópum sem eiga sér of fáa málsvara.

Árið 2022 vöktum við máls á því að aðgengi yrði sérstakur hluti af skuldbindingu okkar og munum gera það formlegt í lok árs 2023.

Svona látum við verkin tala

Þetta gerum við til að framfylgja skuldbindingum okkar varðandi fjölbreytni, jafnrétti, samkennd og aðgengi:

  • Samstarf með félags- og góðgerðasamtökum sem starfa innan samfélaga og deila hugsjón okkar um jafnrétti. Þegar neyðin skellur á leitast teymi okkar eftir samstarfi við samtök á staðnum sem þjóna hagsmunum jaðarsettra hópa. Við höfum nýverið átt í samstarfi við stofnanir eins og:
    • Each One Teach One, sem aðstoðar fatlað fólk og erlenda ríkisborgara í Úkraínu sem þurftu að flýja vegna átakana þar
    • Black Women for Black Lives, sem veittu 2.000 afrískum nemendum í Úkraínu gistingu án endurgjalds utan landsins
    • ORAM, dótturfyrirtæki Alight, sem hjálpaði hinsegin fólki á flótta frá Úkraínu að finna húsnæði og félagslegan stuðning í Berlín og öðrum evrópskum borgum
  • Samstarf við sérfræðinga á sviði fjölbreytni og jafnrétti til að hjálpa okkur að meta og bæta það sem við gerum til að uppfylla þessar skuldbindingar. Einn helsti samstarfsaðili okkar hefur verið We All Count; samtök sem tala fyrir jafnréttisbundinni nálgun á rannsóknir. Árið 2022 aðstoðuðu þau Airbnb.org við tilraunarannsókn þar sem leitast var eftir að fá betri skilning á upplifun fólks sem hefur nýtt sér tímabundið húsnæði á neyðartímum í gegnum Airbnb.org. Með þessu framlagi sníðum við nálgun okkar þannig að við getum fylgst með framvindunni og tryggt að við séum örugglega að uppfylla skuldbindingu okkar.
  • Samþætting jafnréttisbundins verklags í starfi okkar. Áfallameðvituð nálgun okkar og jafnréttisbundin grundvallarafstaða leiða okkur í gegnum sameiginlegar ákvarðanir í starfi okkar með gestum, gestgjöfum og samstarfsaðilum. Við tökum þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku þar sem við heiðrum kjörtungumál fólks og hvernig það vill líta út.
  • Séð til þess að jafnréttisskuldbinding okkar nái til starfsfólks. Markmið okkar fyrir árslok 2025 er að minnst 33% starfsfólks okkar í Bandaríkjunum sé úr minnihlutahópum sem eiga sér of fáa málsvara. Samkvæmt okkar mati eru minnihlutahópar í Bandaríkjunum þeir sem skilgreina sig sem hluta af einum eða fleirum af eftirfarandi kynþáttum/þjóðerni: Bandarískir frumbyggjar, afrískir Bandaríkjamenn eða fólk sem er svart á hörund, fólk af rómönskum eða Latinx-ættum, frumbyggjar í Havaí eða annað fólk með uppruna frá Kyrrahafseyjum.

    Á þeim tíma sem þessi skuldbinding var gerð töldu minnihlutahópar 19% starfsfólks okkar í fullu starfi. Þann 30. september 2022 töldu minnihlutahópar 28% af starfsfólki Airbnb.org í fullri vinnu. Við vitum að það krefst stöðugrar vinnu að finna, halda í og efla fjölbreytt hæfileikasvið til að geta notið góðs af ólíkum sjónarmiðum og við munum halda áfram að forgangsraða jafnrétti í starfsmannamálum og við ráðningu.

Við erum staðráðin í því að finna upp á nýjum leiðum til að hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfi okkar og láta gott af okkur leiða meðal samfélagshópa sem hafa glímt við neyðarástand og hjálpa til við að skapa heim sem byggist á samkennd og heilun.

Myndskreyting: Helen Li