Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra í París 2024

Fagnaðu keppendum á Ólympíuleikum flóttafólks og Ólympíumóti fatlaðra

Liðin á Ólympíuleikum flóttafólks og Ólympíumóti fatlaðra í París 2024 samanstanda af 46 keppendum sem eru fulltrúar meira en 120 milljóna flóttafólks um allan heim. Flóttamannasjóður Ólympíuleikanna og Airbnb.org hafa tekið höndum saman til að fagna keppendunum og vekja athygli á vaxandi fjölda fólks sem neyðist til að flýja heimili sín.
Teikning af keppendum á Ólympíuleikum flóttafólks og Ólympíumóti fatlaðra 2024

Styddu við flóttafólk um allan heim

Flóttamannasjóður Ólympíuleikanna og Airbnb.org eiga sér það sameiginlega markmið að veita flóttafólki stuðning. Flóttamannasjóður Ólympíuleikanna hefur veitt yfir 400.000 ungmennum á flótta möguleika á að stunda íþróttir með öruggum hætti. Airbnb.org hefur útvegað meira en 210.000 hælisleitendum og flóttafólki tímabundið húsnæði án endurgjalds. Við trúum því að allir eigi skilið að eiga sér samastað. Hjálpaðu okkur að styðja við flóttafólk á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í París 2024 og um allan heim.

Það sem við höfum látið af okkur leiða

Frá árinu 2020 hefur Airbnb.org virkjað mátt heimagistingar á neyðartímum, ásamt þeim úrræðum og stuðningi sem henni fylgir.
220.000+
Gestir sem hafa fengið gistingu
1,4 millj.
Kostnaðarlausar gistinætur fyrir gesti í neyð
134
Lönd með gestgjöfum á Airbnb.org

Leggðu þitt af mörkum

Gefðu styrk

Allir styrkir renna beint til að fjármagna kostnaðarlausa gistingu fyrir fólk í neyð.

Nýskráðu þig til að taka á móti gestum

Þú getur lagt þitt af mörkum á neyðartímum með því að bjóða gistiaðstöðu.