Bjóddu gistingu þegar neyðin steðjar að.

Vel tekið á móti flóttafólki

Eins og er þurfa flóttamenn frá Afganistan á skammtímagistingu að halda. Þú getur aðstoðað jafnvel þótt þú hafir aldrei tekið á móti gestum.

Í febrúar 2022 náði Airbnb.org markmiði sínu að bjóða 20.000 afgönskum flóttamönnum gistingu. Airbnb fjármagnaði þessa gistingu ásamt öðrum styrktaraðilum Airbnb.org. Við getum gert enn betur með þínum stuðningi. Hjálpaðu til við að útvega gistingu fyrir næstu 20.000 flóttamenn með því að ganga til liðs við þúsundir gestgjafa á Airbnb.org og bjóða skammtímagistingu að kostnaðarlausu eða með afslætti, eða með því að gefa styrk upp í gistingu fyrir fólk þegar neyðin steðjar að.

Bjóddu gistingu

Þú getur hjálpað til með því að taka á móti enn fleira fólki með því að bjóða skammtímagistingu að kostnaðarlausu eða með afslætti.

Hvernig hýsingin virkar

  • Þú útvegar þægilegt rúm, grunnþægindi og eins margar nætur samfleytt og mögulegt er.
  • Airbnb.org vinnur með samtökum sem hjálpa flóttafólki að koma sér fyrir á nýjum stað, staðfesta að það eigi rétt á gistingu og aðstoða fólkið fyrir dvöl, meðan á henni stendur og að henni lokinni.
  • Airbnb býður gestgjöfum AirCover: 1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartryggingu og 3 milljón Bandaríkjadala í eignavernd ásamt fleiru, gestgjöfum að kostnaðarlausu. Tilteknar takmarkanir og undanþágur gilda.

Kynntu þér hvernig það er að vera gestgjafi

Úrræðamiðstöðin hefur nánari upplýsingar um gistingu fyrir flóttafólk.

Finndu gistingu

Til að finna gistingu í gegnum Airbnb.org hefur þú fyrst samband við samtök sem sinna búferlaflutningum eða önnur góðgerðasamtök sem við eigum í samstarfi við.

Þegar þú hefur tengst samtökum sem hjálpa fólki að koma sér fyrir á nýjum stað eða góðgerðasamtökum sem við erum í samstarfi við munu þau bóka og samræma greiðslu fyrir þína hönd fyrir dvöl sem flóttamaður.

Það sem samtök sem hjálpa fólki að koma sér fyrir á nýjum stað gera

Samstarfsaðilar okkar eru samtök sem hjálpa fólki að koma sér fyrir á nýjum stað og önnur góðgerðasamtök sem taka á móti afgönsku flóttafólki. Þessi samtök styðja nýkomna við að finna húsnæði, heilbrigðisþjónustu, atvinnuaðstoð og fleira.

Það sem Airbnb.org gerir

Airbnb.org veitir góðgerðasamstökum sem við vinnum með styrki og tækni til að útvega skjólstæðingum sínum öruggt og tímabundið húsnæði.

Samstarfsaðilar okkar

  • HIAS
  • CWS
  • International Rescue Committee

Gefðu styrk

Hver króna sem gefin er nýtist til að mæta brýnni þörf fyrir neyðargistingu.

Hvernig styrkir virka

  • 100% af styrknum þínum rennur beint til þess að útvega fólki tímabundið húsnæði.
  • Airbnb.org innheimtir ekki úrvinnslugjöld svo að hver króna sem þú gefur hjálpar fólki að finna gistingu.
  • Styrkir eru skattfrádráttarbærir að því marki sem lög á staðnum leyfa.

Framlag Airbnb

Stuðningur við gestgjafa

Airbnb býður gestgjöfum AirCover: 1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartryggingu og 3 milljón Bandaríkjadala í eignavernd ásamt fleiru, gestgjöfum að kostnaðarlausu. Tilteknar takmarkanir og undanþágur gilda.

Fjármögnun gistingar

Airbnb og stofnendur þess leggja til fyrstu 20.000 gistingarnar fyrir afganska flóttamenn.

Gjöld sem falla niður

Airbnb fellir niður gjöld gestgjafa og gesta vegna flóttamannagistingar á Airbnb.org.