Sprenging í gasleiðslu í Malasíu
Nágrannar hjálpast að

Þegar Jayden frétti af gasleiðslu sem sprakk í Putra Heights í apríl 2025 leitaði hann þegar í stað til tengslanets síns til að hjálpa fólki sem hafði þurft að flýja heimili sín vegna hamfaranna.
Sem forstjóri HostPlatform vinnur Jayden með þúsundum gestgjafa víðsvegar í Malasíu og Suðaustur-Asíu og aðstoðar þá við umsjón skráninga. Þegar hann komst að því að Airbnb.org væri að bjóða neyðarhúsnæði að kostnaðarlausu í tvær vikur fyrir fólk sem átti um sárt að binda vegna sprengingarinnar byrjuðu hann og samstarfsfólk hans, Ken og Eunice, að hvetja gestgjafa í Putra Heights til að bjóða bágstöddum heimili sín.
„Það fyllir okkur stolti að geta hjálpað og lagt samfélaginu lið vegna þess að sem íbúar Malasíu berum við ábyrgð“
Þau gerðu meira en að miðla upplýsingum. Þau sóttu einnig samkomur í neyðarskýlinu þar sem margir eftirlifendur höfðust við og þau aðstoðuðu fólk við að skrá sig á Airbnb.org
Leggðu þitt af mörkum
Vertu hluti af alþjóðasamfélagi sem veitir athvarf á neyðarstundu.
Frekari upplýsingarHver dvöl hefur sína sögu
Kynnstu fólkinu sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þau sem hjálpuðu til.
1 af 1 síðum