Skjól í kjölfar flóða

„Við vöknuðum klukkan 5 að morgni við að lögreglustjórinn bankaði upp á hjá okkur. Hann lét okkur vita að flóðin hefðu sópað með sér nokkrum húsum neðar í götunni.“
Snemma morguns 5. júlí 2025 vöknuðu Skylyn, maki hennar og 10 mánaða sonur við að heimili þeirra var umkringt vatni. Það hafði rignt kvöldið áður en nú var grasflötin þeirra orðin að beljandi á. Flóðið, sem var það skæðasta sem sögur fara af, hafði sópað burt heilu húsunum í Mið-Texas, þar á meðal heimili nágranna þeirra.

Skylyn reyndi þegar í stað að yfirgefa svæðið ásamt fjölskyldu sinni en pallbíllinn hennar festist í leðjunni og um metra djúpu vatni. All Hands and Hearts. Hún hafði samband og gat tafarlaust bókað gistingu í nágrenninu á Airbnb.org. Þar gafst syni hennar pláss til að leika sér og hún gat hugað að næstu skrefum.
Skylyn frétti af því að Airbnb.org byði þeim sem þurftu að flýja heimili sín vegna flóðanna neyðarhúsnæði að kostnaðarlausu í gegnum góðgerðasamtökin
Skylyn og sonur hennar Waylon
„Það var mikill léttir að sjá son minn njóta sín á svona erfiðum tímum.“
Viðbragðsaðilar, sjálfboðaliðar og björgunarteymi brugðust hratt við og mættu á vettvang til að veita aðstoð víðs vegar um Mið-Texas. Teymin vinna enn að því að hjálpa íbúum að ná áttum og búa sig undir endurbyggingu með því að hreinsa leðju, brak og hluti sem hafa orðið fyrir vatnsskemmdum úr heimilum sem urðu fyrir tjóni í flóðunum.

„Það er verulega erfitt að átta sig á því hvernig níu metrar af vatni líta út, að ekki sé talað um bókstaflega níu metra háa flóðbylgju sem þeytist niður ána.“

Margir sjálfboðaliðar hafa unnið 20 tíma á dag og því hefur skipt sköpum að geta dvalið í nágrenninu. Airbnb.org hefur hýst allt að 12 manna hópa sjálfboðaliða og tryggt fólki aðstöðu til að slaka á, njóta máltíða saman og safna kröftum.
Airbnb.org hefur veitt yfir 350 gestum í Mið-Texas neyðarhúsnæði að kostnaðarlausu.Leggja mitt af mörkum
Vertu hluti af alþjóðasamfélagi fólks sem veitir athvarf á neyðarstundu.
Frekari upplýsingarHver dvöl á sér sína sögu
Kynnstu fólkinu sem hefur þurft að líða fyrir hamfarir og þeim sem réttu fram hjálparhönd.