Húsaskjól á neyðarstund
Við erum í samstarfi við samfélag okkar til að bjóða húsnæði í neyðartilvikum, allt frá náttúruhamförum til COVID-19.
100.000 manns hafa fundið gistiaðstöðu í neyðarástandi frá 2012.
Hvernig Carmen og samfélag hennar komu saman eftir fellibylinn Maríu.
Við gerum fólki innan samfélagsins kleift að koma saman þegar hamfarir steðja að. Í þjónustu Airbnb.org getur fólk boðið þeim nágrönnum sínum sem neyðast til að yfirgefa heimili sín að gista ókeypis á heimilum sínum.
Flóttamenn og hælisleitendur standa frammi fyrir mörgum áskorunum þegar þeir flytja til nýs lands. Tímabundið húsnæði án endurgjalds dregur úr áhyggjum fólks sem er að hefja nýtt líf.
Kynntu þér hvernig við vinnum með samstarfsaðilum eins og CORE til að styðja við jafnt aðgengi að bóluefni.
Það getur tekið mörg ár fyrir samfélag að jafna sig að fullu eftir miklar hamfarir. Airbnb.org hjálpar til við að fjármagna gistingu hjálparstarfsfólks sem vinnur mikilvægt starf við að byggja aftur upp samfélög.
Að skapa heim sem á rætur að rekja til samkenndar: loforð Airbnb.org
Í dag kynnum við ný loforð í tengslum við fjölbreytni, jafnræði og samkennd sem byggja á 8 ára lærdómi og reynslu.
Við hjálpum öðrum góðgerðasamtökum að hafa varanleg áhrif.
