Húsaskjól á neyðarstund

Við erum í samstarfi við samfélag okkar til að bjóða húsnæði í neyðartilvikum, allt frá náttúruhamförum til COVID-19.

75,000 manns hafa fundið gistiaðstöðu í neyðarástandi frá 2012.

Gestgjafar Airbnb bjóða aðstoð um allan heim þegar þörfin er mest. Við kynnum fólkið sem gerir það mögulegt.

Við hjálpum öðrum góðgerðasamtökum að hafa varanleg áhrif.

Kynnstu nokkrum samstarfsaðilum sem hjálpuðu til við mótun Airbnb.org.

International Medical Corps

IMC veitir neyðarlæknisþjónustu, og aðra tengda stoðþjónustu, fyrir fólk sem á um bágt að binda vegna hamfara og þjálfar fólk til sjálfsbjargar í stað þess að þurfa að reiða sig á hjálparstarf.

International Rescue Committee

IRC bregst við verstu mannlegu hörmungum heims og hjálpar fólki sem missir lífsviðurværi sitt vegna átaka og hamfara að lifa af, jafna sig og ná stjórn á framtíð sinni.

HIAS

HIAS eru alþjóðleg gyðingasamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sem veita flóttamönnum, hælisleitendum og öðru fólki sem á ekki í önnur hús að venda um allan heim vernd og aðstoð.

Build Change

Build Change eru samtök sem starfa við að koma í veg fyrir hamfarir og byggja upp og hanna viðráðanlegar húsnæðislausnir með samfélögum á hverjum stað.

Community Organized Relief Effort

CORE leiðir viðbúnað, viðbragð og enduruppbyggingu vegna hamfara í samfélögum sem verða fyrir áhrifum eða eru viðkvæm fyrir neyðartilvikum.

Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans

IFRC er stærsti vettvangur mannúðssamtaka í heimi og samanstendur af 192 deildum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem vinna að því að bjarga lífi fólk og tryggja því mannlega reisn um allan heim.
Kennimerki Airbnb.org
Kennimerki Mercy Corps

Við getum endurbyggt saman.

Í ágúst 2018 skullu margir jarðskjálftar á indónesísku eyjuna Lombok. Hjálparstarfsmenn frá Mercy Corps voru sendir af stað til að sinna enduruppbyggingu á svæðinu og fundu samfélag og þægilegan gististað.